Haukar sigruðu Stjörnuna, 32:26, í hinni árlegu meistarakeppni HSÍ í kvennaflokki en leikið var í Ásgarði í Garðabæ í kvöld. Hanna G. Stefánsdóttir skoraði 13 mörk fyrir Hauka og Ramune Pekarskyte 8 en Sólveig Lára Kjærnested gerði 7 mörk fyrir Stjörnuna og Alina Petrache 5. Leikur karlaliða Stjörnunnar og Vals í meistarakeppninni hefst í Ásgarði klukkan 20.