Tveir titlar á tveimur dögum hjá Stjörnunni

Heimir Örn Árnason er genginn í raðir Garðbæinga. Hér er …
Heimir Örn Árnason er genginn í raðir Garðbæinga. Hér er hann kominn fram hjá Elvari Friðrikssyni. mbl.is/Árni

Bikarmeistarar Stjörnunnar lögðu í kvöld Íslandsmeistara Vals 26:25 í karlaflokki í Meistarakeppni HSÍ en leikið var í Garðabæ. Markahæstur hjá Stjörnunni var Björgvin Hólmgeirsson sem kom til liðsins frá ÍR í sumar, en hann skoraði átta mörk. Næstur kom Gunnar Ingi Jóhannsson með fimm. Hjá Val var Fannar Friðgeirsson markahæstur með sjö mörk og Arnór Gunnarsson var með fimm. Stjörnumenn hafa því unnið tvo titla á tveimur dögum en í gær sigraði liðið á Opna Reykjavíkurmótinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert