Handknattleikssamband Íslands kynnti til sögunnar nýjan samstarfsaðila á blaðamannafundi á Hótel Nordica í dag. Fyrirtækjasamstæðan N1 verður aðalstyrktaraðili næstu árin og mun Íslandsmót karla og kvenna bera nafnið N1 deildin.
Fram kom í máli formann HSÍ, Guðmundar Ingvarssonar, að um væri að ræða stærsta samstarfssamning sem HSÍ hefði gert vegna Íslandsmótsins í fjölda ára. Upphæð samningsins er ekki gefin upp í smáatriðum en að sögn Hermanns Guðmundssonar, forstjóra N1, hleypur hún á tugum milljóna á samningstímanum. Þetta er jafnframt stærsti styrktarsamningur sem N1 hefur gert í tengslum við íþróttastarf í landinu.