Hanna G. Stefánsdóttir fyrirliði Hauka ekki sammála spánni: Ætla að verða í fyrsta sæti

Hanna G. Stefánsdóttir í kunnulegri stellingu.
Hanna G. Stefánsdóttir í kunnulegri stellingu. Ómar Óskarsson

Keppnin í N1 úrvalsdeild kvenna í handknattleik hefst í kvöld með þremur leikjum. Níu lið leika að þessu sinni í deildinni og verða leiknar þrjár umferðir. Íslandsmeisturum Stjörnunnar er spáð sigri í mótinu og bikarmeisturum Hauka öðru sætinu "Það er fínt að vera spáð öðru sætinu – þá er ekki eins mikil pressa á manni," sagði Hanna G. Stefánsdóttir fyrirliði Hauka þegar spáin var kynnt í vkunni.

Eftir Skúla Unnar Sveinsson

skuli@mbl.is

Hanna var ekki sammála því sem kom út úr spánni. "Nei, ég er það ekki. Ég ætla að verða númer eitt, Stjarnan er með rosalega gott lið og hefur sýnt að það getur unnið öll lið, en við höfum líka sýnt að ef það er eitthvað í boði þá tökum við það," sagði hin eldfljóta hornamanneskja hjá Haukum.

Hún sagðist eiga von á að skemmtilegum vetri. "Ég held að deildin verði jafnari núna en í fyrra og þó svo spáin sé svona þá geta liðin í neðri hlutanum vel strítt þeim liðum sem spáð er ofar í töflunni," sagði Hanna. Haukar urðu í fjórða sæti í fyrra, á eftir Stjörnunni, Gróttu og Val.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert