Valur - Gummersbach 24:33

Ernir Hrafn Arnarsson skoraði 2 mörk fyrir Val í kvöld.
Ernir Hrafn Arnarsson skoraði 2 mörk fyrir Val í kvöld. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Þýska liðið Gummersbach sigraði Íslandsmeistara Val, 33:24, í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik en leikurinn fór í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda. Gummersbach hafði 19:10 yfir í leikhléi og síðari hálfleikurinn endaði því með jafntefli, 13:13, en Pálmar Pétursson varði mark Valsmanna afar vel í síðari hálfleik.

Markahæstir í Val: Elvar Friðriksson 5, Baldvin Þorsteinsson 5, Arnór Gunnarsson 4.

Markahæstir hjá Gummersbach: Momir Ilic 7, Alexix Alvanos 7, Róbert Gunnarsson 5.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert