Afturelding vann stórsigur, 42:29, á ÍBV þegar nýliðar N1-deildar karla mættust að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Mosfellingar voru með örugga forystu frá upphafi til enda og einungis spurning um hversu stór sigur þeirra yrði. Staðan í hálfleik var 19:11, Aftureldingu í vil. Þetta var annar sigur Aftureldingar í deildinni en ÍBV liðið situr sem fyrr á botninum án stiga að loknum fjórum leikjum.