Tveir nýliðar í landsliðshópi Alfreðs Gíslasonar

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handknattleik.
Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handknattleik. Sverrir Vilhelmsson

Tveir nýliðar eru í 21 manns landsliðshópi í handknattleik sem Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari, hefur valið til þess að taka þátt í tveimur landsleikjum við Ungverja hér á landi á föstudag og laugardag í næstu viku. Nýliðarnir eru Björgvin Hólmgeirsson, Stjörnunni, og Magnús Stefánsson frá Akureyri. Þá er Jaliesky Garcia valinn í landsliðið á ný eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla. Einnig vekur athygli að Framarinn Jóhann Gunnar Einarsson er valinn að þessu en hann á aðeins þrjá landsleiki að baki, en Jóhann Gunnar hefur leikið vel með Fram það sem af er keppnistímabilinu. Baldvin Þorsteinsson, Val, er kallaður inn í landsliðið í fjarveru Guðjóns Vals Sigurðsson sem er meiddur.


Markverðir:



Aðrir leikmenn:
















mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert