Tveir nýliðar í landsliðshópi Alfreðs Gíslasonar

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handknattleik.
Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handknattleik. Sverrir Vilhelmsson

Tveir nýliðar eru í 21 manns landsliðshópi í handknattleik sem Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari, hefur valið til þess að taka þátt í tveimur landsleikjum við Ungverja hér á landi á föstudag og laugardag í næstu viku. Nýliðarnir eru Björgvin Hólmgeirsson, Stjörnunni, og Magnús Stefánsson frá Akureyri. Þá er Jaliesky Garcia valinn í landsliðið á ný eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla. Einnig vekur athygli að Framarinn Jóhann Gunnar Einarsson er valinn að þessu en hann á aðeins þrjá landsleiki að baki, en Jóhann Gunnar hefur leikið vel með Fram það sem af er keppnistímabilinu. Baldvin Þorsteinsson, Val, er kallaður inn í landsliðið í fjarveru Guðjóns Vals Sigurðsson sem er meiddur.

Landsliðshópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:
Markverðir:
Birkir Ívar Guðmundsson, Tus N-Lübbecke
Björgvin Páll Gústavsson, Fram
Hreiðar L. Guðmundsson, Sävehof
Aðrir leikmenn:
Alexander Petersson, Flensburg
Arnór Atlason, FCK Håndbold
Andri Stefan Guðrúnarson, Haukum
Ásgeir Örn Hallgrímsson, GOG Gudme
Baldvin Þorsteinsson, Val
Bjarni Fritzson, St Rapael
Björgvin Hólmgeirsson, Stjörnunni
Hannes Jón Jónsson, Fredericia
Jaliesky Garcia, Göppingen
Jóhann Gunnar Einarsson, Fram
Magnús Stefánsson, Akureyri
Ólafur Stefánsson, Ciudad Real
Róbert Gunnarsson, Gummersbach
Sigfús Sigurðsson, Ademar León
Snorri Steinn Guðjónsson, GOG Gudme
Sverre Jakobsson, Gummersbach
Vignir Svavarsson, Skjern Håndbold Landsliðið kemur saman til æfinga hér á landi á mánudag. Leikirnir við Ungverja eru hluti af 50 ára afmælishátíð Handknattleikssambands Íslands. Auk Guðjóns Vals þá eru Logi Geirsson og Einar Hólmgeirsson meiddir og gátu ekki gefið kost á sér að þessu sinni af þeim sökum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert