Englendingar unnu Skota, 31:20, í Áskorendakeppni karla í handknattleik sem hófst í Lúxemborg í gær, en þjóðirnar hafa til þessa ekki verið á meðal þekktustu handknattleikþjóða Evrópu. Sigur enska landsliðsins var mjög öruggur eins og úrslitin benda til en það var með níu marka forystu í hálfleik, 17:8. Í öðrum leikjum keppninnar í gær unnu gestgjafar Lúxemborgar landslið Íra, 50:22, og Færeyjar lögðu Möltu einnig með miklum mun, 37:18.