Svíar og Pólverjar leika til úrslita í risabikarkeppninni í handknattleik, Super Cup, í Þýskalandi á morgun. Pólverjar gerðu sér lítið fyrir og lögðu heimsmeistara Þjóðverja í undanúrslitum í dag, 32:28, og Svíar höfðu betur gegn Rússum, 33:28.
Tæplega 10.000 áhorfendur, flestir á bandi Þjóðverja, sáu heimsmeistara Þýskalands tapa fyrir sterku liði Pólverja. Karol Bielecki, leikmaður Magdeburg, skoraði 9 mörk fyrir Pólverja en hjá Þjóðverjum var Holger Glandorf 8 mörk.
Jonas Källmann var markahæstur í liði Svía með 7 mörk og Johann Pettersson skoraði 6. Dibirov var atkvæðamestur í liði Rússa með 8 mörk.