Pólverjar unnu Svía í úrslitum Super Cup keppninnar í handknattleik sem haldin var í Þýskalandi, en leikið var til úrslita í Westfalen íþróttahöllinni í Dortmund í dag. Pólverjar hrósuðu eins marks sigri, 27:26, með marki frá Mariusz Jurasik sex sekúndum fyrir leikslok. Svíar voru yfir í hálfleik, 14:15. Þjóðverjar hlutu þriðja sæti er þeir lögðu Rússa örugglega, 36:27, og hefndu þar með fyrir tap fyrr í keppninni.
Karol Bielecki skoraði flest mörk Pólverjar, sjö, en Oscar Carlen var markahæstur í sænska liðinu með fimm mörk. Svíar leika í riðli með Íslendingum, Frökkum og Slóvökum í riðli á Evrópumeistaramótinu í Noregi í byrjun næsta árs.