Afturelding náði stigi í Garðabænum

Jón Andri Helgason (til hægri) og félagar í Aftureldingu sóttu …
Jón Andri Helgason (til hægri) og félagar í Aftureldingu sóttu stig í Garðabæinn í kvöld. Árni Sæberg

Stjarnan og Afturelding skildu jöfn, 25:25, í úrvalsdeild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Mýrinni í Garðabæ. Úrslitin eru óvænt því Stjarnan er á toppi deildarinnar, nú með 11 stig, en Afturelding er í sjötta sætinu, nú með 5 stig.

Afturelding var yfir í hálfleik, 13:9, en Stjarnan náði forystunni rétt fyrir leikslok. Mosfellingum tókst að jafna metin á ný og fá dýrmætt stig.

Þeir Ólafur Víðir Ólafsson og Ívar Markússon skoruðu 6 mörk hvor fyrir Stjörnuna en hjá Aftureldingu voru Hilmar Stefánsson og Daníel Jónsson markahæstir með 4 mörk hvor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert