Bikarmeistarar Stjörnunnar fá HK í heimsókn í 16-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ, Eimskipsbikarnum, en dregið var í dag. Tvö önnur lið úr efstu deild mætast í 16-liða úrslitum keppninnar sem leikin verður á sunnudag og mánudag, það eru Fram og Afturelding. Þau leika á heimavelli Fram.