Bikarmeistarar Stjörnunnar fá HK í heimsókn

Patrekur Jóhannesson og samherjar hans í Stjörnunni mæta HK í …
Patrekur Jóhannesson og samherjar hans í Stjörnunni mæta HK í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. Stjarnan vann keppnina á síðasta keppnistímabili. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Bikarmeistarar Stjörnunnar fá HK í heimsókn í 16-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ, Eimskipsbikarnum, en dregið var í dag. Tvö önnur lið úr efstu deild mætast í 16-liða úrslitum keppninnar sem leikin verður á sunnudag og mánudag, það eru Fram og Afturelding. Þau leika á heimavelli Fram.

Liðin sem drógust saman í 16-liða úrslitum eru: Afturelding2 - Fram2
Stjarnan - HK
ÍR2 - Haukar2
ÍR - Akureyri
Víkingur2 - Þróttur Vogum
Fram - Afturelding
Víkingur - Grótta
Haukar 2 - Valur Um leið og dregið var undirritaðu HF Eimskipafélag Íslands og Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, samning til þriggja ára. Samningurinn felur í sér að Eimskip verður aðalstyrktaraðili bikarkeppni. HSÍ í þrjú ár. Bikarkeppni HSÍ mun á samningstímanum heita Eimskips bikarinn. Samningurinn tekur til meistaraflokka karla og kvenna og einnig til yngri flokka. Verðmæti samnings er á annan tug milljóna króna og er einn allra stærsti samningur af þessu tagi sem HSÍ hefur gert. Hluti af þeim fjármunum sem Eimskip leggur fram fer einmitt í að auglýsa upp keppnina og tryggja að öll umgjörð verði eins og best má vera. Einnig fá liðin fjögur sem komast í úrslitaleikina greitt verðlaunafé. Því er jafnt skipt milli kyna. „Það hefur þannig hjá okkur í HSÍ í mörg ár að verðlaunafé er jafnt skipt milli kynja,“ sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert