„Aldrei upplifað annan eins dónaskap og hroka"

Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari Stjörnunnar á góðri stundu.
Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari Stjörnunnar á góðri stundu. Brynjar Gauti

„Ég hef aldrei upplifað annan eins dónaskap og hroka og þann sem Frakkarnir sýndu okkur í þessari heimsókn. Þeir gerðu allt til að setja okkur úr jafnvægi fyrir leikinn og komu illa fram eftir hann," sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, sem tapaði naumlega fyrir Mios-Biganos, 27:26, í fyrri leik liðanna í EHF-bikarnum í handknattleik í Frakklandi á laugardagskvöldið.

„Allur aðbúnaður sem við fengum var Frökkunum til háborinnar skammar en við látum það ekki á okkur fá og sýnum þeim um næstu helgi hvernig á að taka á móti gestum," sagði Aðalsteinn, sem kvaðst að mestu ánægður með frammistöðu sinna kvenna, enda þótt þær hefðu misst niður vænlega stöðu á lokamínútum leiksins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert