Magnús bjargaði stigi fyrir Akureyri

Magnús Stefánsson tryggði Akureyri stig gegn Aftureldingu.
Magnús Stefánsson tryggði Akureyri stig gegn Aftureldingu. Þórir Tryggvason

Tveir leikir fóru fram í N1 deild karla í handknattleik nú síðdegis. Fram vann stórsigur á ÍBV í Safamýri, 38:26, og Akureyri og Afturelding skidu jöfn fyrir norðan, 26:26, þar sem Magnús Stefánsson jafnaði með sirkusmarki á lokasekúndum leiksins.

Mörk KA: Magnús Stefánsson 9, Goran Gusic 5/2, Einar Logi Friðjónsson 4, Andri Snær Stefánsson3, Heiðar Þór Aðalsteinsson 2, Jónatan Magnússon 2, Hörður Fannar Sigþórsson 1.

Mörk Aftureldingar: Hilmar Stefánsson 7/4, Daníel Jónsson 6, Magnús Einarsson 5, Jóhann Jóhannsson 2, Hrafn Ingvason 2, Einar Örn Guðmundsson 1, Reynir Árnason 1, Davíð Ágústsson 1, Jón Andri Helgason 1.

Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 12 mörk fyrir Framara og Filip Kliszczyk kom næstur með 6 mörk. Sigurður Bragason, Leifur Jóhannesson og Nikolav Kulikov gerðu 5 mörk hver fyrir Eyjamenn.

Fram er með 11 stig eins og Stjarnan, HK og Haukar, Afturelding hefur 6 stig, Akureyri 5 en ÍBV rekur lestina með ekkert stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert