Haukar snéru við blaðinu með sex mörkum í röð

Andri Stefan leikmaður Hauka.
Andri Stefan leikmaður Hauka. mbl.is

Haukar áttu ekki í vandræðum með að leggja Fram að velli í N1-deild karla í handknattleik í kvöld en Hafnfirðingar skoruðu 26 mörk gegn 20 mörkum Fram. Staðan í hálfleik var 12.10 fyrir Hauka sem skoruðu sex síðustu mörk fyrri hálfleiks og snéru taflinu sér í hag.

Jón Karl Björnsson skoraði 6 mörk fyrir Hauka, þar af 5 úr vítaköstum, og Andri Stefan var með 5 mörk fyrir Hauka. Gísli Guðmundsson markvörður Hauka varði 14 skot. Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 5 mörk fyrir Fram og Einar Ingi Hrafnsson var með 4 mörk. Björgvin Páll Gústavsson varði 9 skot í marki Fram og þar af 2 vítaköst.

Haukar eru í efsta sæti deildarinnar með 16 stig eftir 10 leiki, HK er með 13 stig eftir 9 leiki og Fram er með 13 stig eftir 10 leiki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert