Litháen sigraði Ísland, 35:19

Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst gegn Litháen í dag.
Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst gegn Litháen í dag. Sverrir

Litháen sigraði Ísland, 35:19, í fyrstu umferðinni í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik kvenna í Litháen í dag. Staðan í hálfleik var 21:8.

Litháen komst í 8:3 og 11:5 og var yfir í hálfleik, 21:8. Rakel Dögg Bragadóttir skoraði 3 mörk í fyrri hálfleik, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Ragnhildur Guðmundsdóttir 2 og Rut Jónsdóttir 1.

Um miðjan síðari hálfleik, þegar staðan var 28:13, hafði Rakel Dögg skorað 7 af mörkum íslenska liðsins, 5 þeirra úr vítaköstum.

Rakel Dögg gerði 8 mörk í leiknum, Dagný Skúladóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Ragnhildur Guðmundsdóttir 2, Arna Sif Pálsdóttir 2, Rut Jónsdóttir 1 og Þórey Stefánsdóttir 1.

Ísland mætir Ísrael á morgun en ísraelska liðið steinlá fyrir Hvíta-Rússlandi í dag, 40:12. Bosnía sigraði Grikkland, 26:18.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert