Fram vann í tvíframlengdum leik

Frá viðureign Fram og Stjörnunnar í kvöld.
Frá viðureign Fram og Stjörnunnar í kvöld. Brynjar Gauti

Fram sigraði Stjörnuna, 33:32, í tvíframlengdum leik í 8-liða úrslitum Eimskips bikarkeppninnar en leiknum var að ljúka í íþróttahúsi Fram í Safamýri. Björgvin Gústavsson markvörður Framara var hetja sinna manna en hann varði eins og berserkur og ekki síst í framlengingunni.

Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 7 mörk fyrir Fram og Filip Kliszczyk  kom næstur með 6 mörk.

Heimir Örn Árnason skoraði 11 mörk fyrir Stjörnumenn og Björgvin Hólmgeirsson skoraði 6.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert