Fram lagði HK, 29:28

Framarar fögnuðu sigri gegn HK í dag.
Framarar fögnuðu sigri gegn HK í dag. Ómar Óskarsson

Fram lagði HK, 29:28, í æsispennandi leik í N1 deild karla í handknattleik en liðin áttust við í íþróttahúsi Fram í Safamýri. Fram og HK er í 2.-3. sæti deildarinnar með 17 stig en Haukar, sem hafa leikið einum leik meira, eru efstir með 21 stig.

Einar Ingi Hrafnsson skoraði 7 mörk fyrir Framara og þeir Filip Kliszczyk , Halldór Jóhann Sigfússon og Rúnar Kárason gerðu 5 mörk hver.

Hjá HK-ingum var Augustas Strazdas markahæstur með 7 mörk, Tomas Eitutis skoraði 6 og Ólafur Bjarki Ragnarsson 5.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert