Snorri Steinn meðal þriggja bestu

Snorri Steinn Guðjónsson á fullri ferð í landsleik.
Snorri Steinn Guðjónsson á fullri ferð í landsleik. Brynjar Gauti

Sú ákvörðun danska meistaraliðsins GOG að klófesta Snorra Stein Guðjónsson, leikstjórnanda íslenska landsliðsins, í sumar er á meðal þriggja bestu ákvarðana sem forráðamenn danskra handknattleiksliða tóku fyrir leiktíðina, að mati Sørens Herskinds, handknattleikssérfræðings á dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. Herskind vegur og metur bestu og verstu „kaup“ danskra liða í pistli sínum á vefsíðu stöðvarinnar.

Herskind segir Snorra hafa leikið afar vel á keppnistímabilinu og tekist fullkomlega upp við að fylla skarð Thomas Mogensen, sem fór til Flensburg í vor.

Auk Snorra telur Herskind komu línumannsins Milutin Dragicevic og stórskyttunnar Lars Krogh Jeppesen til Bjerringbro vera bestu félagaskipti ársins í danska handknattleiknum.

Þá nefnir Herskind sjö leikmenn til viðbótar sem komi klárlega næstir á eftir Snorra, Dragicevic og Jeppesen. Í þeim sjö manna hópi er m.a. Ásgeir Örn Hallgrímsson sem kom til GOG frá Lemgo um leið og Snorri. Enginn Íslendingur er á listanum yfir verstu félagaskipti ársins að mati Herskinds.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka