Haukar unnu toppslaginn gegn HK

Haukar styrktu stöðu sína á toppnum.
Haukar styrktu stöðu sína á toppnum. mbl.is

Haukar höfðu betur í toppslag N1 deildar karla í handknattleik í kvöld þegar þeir lögðu HK 30:26 í Digranesi. Haukar þar með komnir með 23 stig í efsta sæti en HK og Fram með 17 stig og á HK einn leik til góða á Hauka en Framarar tvo.

Jafnræði var í fyrri hálfleik, staðan 14:13 fyrir Hauka í leikhléi en um miðbik síðari hálfleiks komu Haukar sér í þægilega stöðu með því að gera sex mörk gegn einu marki heimamanna, 19:25. HK menn gáfust þó ekki upp og náðu að minnka muninn í eitt mark en Haukar voru sterkari á lokakaflanum.

Ólafur Bjarki Ragnarsson gerði átta mörk fyrir HK en hjá Haukum voru þeir Sigurbergur Sveinsson og Halldór Ingólfsson með 6 mörk hvor. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert