Klárt hverjir skipa 14 af 16 sætum

Alfreð Gíslason er að ljúka við að setja saman landsliðshópinn.
Alfreð Gíslason er að ljúka við að setja saman landsliðshópinn. Kristinn Ingvarsson

Nú er rétt innan við mánuður þar til flautað verður til leiks á Evrópumótinu í handknattleik karla í Noregi. Á morgun stendur til að tilkynna hvaða leikmenn Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari ætlar að velja til þátttöku í mótinu en til stendur að landsliðið komi saman í Danmörku 3. janúar hvar það tekur þátt í móti á Kaupmannahafnarsvæðinu 4., 5. og 6. janúar.

Þar verður leikið við Dani, Norðmenn og Pólverja, allt hörkuhandknattleiksþjóðir sem búa sig einnig undir Evrópumótið þar sem Danir vinna. Eftir það leikur landsliðið væntanlega við Tékka heima 12. og 13. janúar áður en haldið verður til Noregs þriðjudaginn 15. janúar.

Í Morgunblaðinu í dag er farið yfir stöðu mála, hverjir séu öruggir með sæti í landsliðinu og hverjir séu að berjast um sæti í hópnum sem fer til Noregs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert