Öruggur sigur Stjörnunnar - Valur lagði HK

Ólafur Víðir Ólafsson leikmaður Stjörnunnar.
Ólafur Víðir Ólafsson leikmaður Stjörnunnar. Árni Torfason

Tveir leikir voru á dagskrá í N1-deild karla í handknattleik í kvöld. Valur sigraði HK, 33:26, og Stjarnan átti ekki í vandræðum með lið Fram á útivelli en Stjarnan skoraði 35 mörk gegn 26 mörkum Fram.

Ernir Hrafn Arnarson var markahæstur í lið Vals með 9 mörk en þeir Baldvin Þorsteinsson og Fannar Þór Friðgeirsson hafa skorað 3 mörk hvor fyrir Val. Ragnar Hjaltested skoraði 5 mörk fyrir HK líkt og Augustas Strazdas. Valur tryggði sér sæti á meðal þeirra fjögurra efstu liða deildarinnar sem leika í deildabikarkeppninni á milli jóla og nýárs. Þetta var þriðji tapleikur HK í röð en liðið er í fimmta sæti deildarinnar.

Markahæstir í liði Stjörnunnar voru þeir Heimir Örn Árnason sem skoraði 8 mörk og Gunnar Ingi Jóhannsson sem skoraði 7 mörk. Í lið Fram var Haraldur Þorvarðarson atkvæðamestur með 6 mörk og Rúnar Kárason skoraði 5 mörk. Leikmenn Fram náðu ekki að skora úr fjórum vítaskotum í leiknum. Roland Eradze varði 19 skot fyrir Stjörnuna og þar af 2 vítaskot en Hlynur Morthens varði 2 vítaskot frá Fram.

Eins og áður segir var staðan 18:10 í hálfleik en um miðjan fyrri hálfleik var staðan 6:6. Leikmenn Fram náðu að minnka muninn í 5 mörk í síðari hálfleik en nær komust þeir ekki. Með sigrinum náði Stjarnan að þoka sér upp að hlið Fram en bæði lið eru með 19 stig en Haukar eru í efsta sæti með 23 stig.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert