Heiner Brand, landsliðsþjálfari þýsku heimsmeistaranna í handknattleik, tilkynnti í dag 19 manna hóp fyrir úrslitakeppni EM í Noregi og fækkaði þar með um níu leikmenn í hópi sínum.
Frank von Behren, fyrrum landsliðsfyrirliði, var einn þeirra níu sem ekki komst í endanlegan hóp en hann missti af HM í Þýskalandi í byrjun þessa árs vegna meiðsla. Brand er annars með 17 leikmenn sem voru þá í hópnum en fjórir verða ekki með. Christian Schwarzer, sem er hættur með landsliðnu, Michael Hegemann, sem er meiddur, og þeir Rolf Hermann og Michael Haass.
Tveir í hópnum voru ekki á HM, þeir Jens Tiedtke og Christian Schöne. Hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir:
Henning Fritz, RN Löwen
Johannes Bitter, Hamburg
Carsten Lichtlein, Lemgo
Útileikmenn:
Pascal Hens, Hamburg
Oliver Roggisch, RN Löwen
Dominik Klein, Kiel
Sebastian Preiss, Lemgo
Oleg Velyky, RN Löwen
Holger Glandorf, Nordhorn
Markus Baur, Winterthur
Christian Zeitz, Kiel
Torsten Jansen, Hamburg
Andrej Klimovets, RN Löwen
Michael Kraus, Lemgo
Florian Kehrmann, Lemgo
Stefan Schröder, Hamburg
Lars Kaufmann, Lemgo
Jens Tiedtke, Grosswallstadt
Christian Schöne, Göppingen