Fram mætir Haukum í úrslitaleiknum

Rúnar Kárason hjá Fram og Björgvin Hólmgeirsson hjá Stjörnunni eigast …
Rúnar Kárason hjá Fram og Björgvin Hólmgeirsson hjá Stjörnunni eigast við. Brynjar Gauti

Fram sigraði Stjörnuna, 29:28, í seinni leik undanúrslitanna í deildabikar karla í handknattleik sem fram fór í Laugardalshöllinni í kvöld. Hjörtur Hinriksson skoraði sigurmarkið þegar 2 sekúndur voru til leiksloka.

Fram mætir því Haukum í úrslitaleik keppninnar í Laugardalshöllinni klukkan 16 á morgun.

Leikurinn var jafn frá byrjun og liðin yfir til skiptis. Fram komst í 11:8 en Stjarnann var fljót að jafna metin á ný og gerði síðan tvö síðustu mörk hálfleiksins og var yfir að honum loknum, 17:15.

Stjarnan komst í 21:17 í seinni hálfleiknum og síðan í 25:21 en Fram jafnaði, 25:25, og lokamínúturnar voru æsispennandi. Framlenging blasti við en Hjörtur skoraði sigurmarkið úr horni í blálokin.

Hjörtur gerði 6 mörk fyrir Fram, Stefán B. Stefánsson og Jóhann Gunnar Einarsson 5 hvor. Heimir Örn Árnason skoraði 6 mörk fyrir Stjörnuna og þeir Gunnar Ingi Jóhannsson og Björgvin Hólmgeirsson 5 hvor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert