Íslenska karlalandsliðið í handknattleik tapaði fyrir Dönum 37:36 á fjögurra liða æfingamóti í Danmörku í dag. Eins og tölurnar gefa til kynna var sóknarleikurinn í fyrirrúmi hjá liðunum. Lars Möller Madsen, leikmaður Skjern, skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu leiksins, rétt eins og þegar liðin mættust á HM í fyrra. Ísland hafði yfir í hálfleik 19:18 og hafði frumkvæðið á löngum köflum í leiknum.
Mörk Íslands:
Guðjón Valur Sigurðsson 7/2
Snorri Guðjónsson 7
Róbert Gunnarsson 6
Logi Gunnarsson 5
Arnór Atlason 5
Einar Hólmgeirsson 2
Sigfús Sigurðsson 1
Ásgeir Örn Hallgrímsson 1
Ólafur Stefánsson 1/1
Varin skot:
Hreiðar Guðmundsson 14
Roland Valur Eradze 4