Íslenskur sigur í Höllinni

Guðjón Valur Sigurðsson
Guðjón Valur Sigurðsson Ómar Óskarsson

Íslenska landsliðið í handknattleik vann Tékka 32:30 í vináttulandsleik í Laugardalshöll. Staðan í leikhléi var 11:10 fyrir Tékka en íslenska liðið náði forystu og var með hana allt þar til í lokin að Tékkar jöfnuðu 30:30. Íslenska liðið gerði síðan tvö síðustu mörkin.

 Mörk Íslands skoruðu: Ólafur Stefánsson 6/2, Guðjón Valur Sigurðsson 5/2, Logi Geirsson 5, Bjarni Fritzson 4, Vignir Svavarsson 4, Snorri Steinn Guðjónsson 3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Róbert Gunnarsson 2, Alexander Petersson 1.

Roland Eradze stóð í markinu fyrstu 22 mínútur leiksins og varði 10 skot. Eftir það tók Hreiðar Levý Guðmundsson við og varði 7 skot. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert