Svartfjallaland tekur þátt í úrslitakeppni EM í handknattleik í Noregi í fyrsta skipti, enda yngsta sjálfstæða þjóð Evrópu. Svartfellingar hafa tilkynnt 16 manna hóp og aðeins einn leikmaður spilar í heimalandinu.
Það er Goran Dukanovic, skytta úr liði Lovcen, en hinir fimmtán koma frá erlendum liðum. Landslið Svartfjallalands fór glæsilega í gegnum forkeppni EM, fékk 11 stig af 12 mögulegum gegn Hollandi, Finnlandi og Austurríki, og vann svo Portúgali í umspilinu um sæti í lokakeppninni í Noregi, með einu marki samanlagt.
Enginn leikmaður í hópnum hefur spilað meira en 26 landsleiki fyrir þjóð sína, enda hafa leikirnir ekki verið öllu fleiri en það.
Svartfellingar eru í riðli með Rússum, Dönum og Norðmönnum og litlar líkur eru taldar á að þeir nái að vinna leik og komast í milliriðil. Hópur Svartfjallalands er þannig skipaður:
Markverðir:
Goran Stojanovic, Gummersbach (Þýskalandi)
Rade Mijatovic, Rauðu stjörnunni (Serbíu)
Golub Doknic, Conversano (Ítalíu)
Línumenn:
Mladen Rakcevic, Vardar Skopje (Makedóníu)
Marko Pejovic, Vardar Skopje (Makedóníu)
Ratko Durkovic, Pick Szeged (Ungverjalandi)
Hornamenn:
Petar Kapisoda, Bosna (Bosníu)
Aleksandar Svitlica, Granollers (Spáni)
Marko Dobrkovic, Panellinios (Grikklandi)
Skyttur og miðjumenn:
Goran Dukanovic, Lovcen
Drasko Mrvaljevic, Kopar (Slóveníu)
Alen Muratovic, Valladolid (Spáni)
Zoran Roganovic, Lugi (Svíþjóð)
Zarko Markovic, Veszprém (Ungverjalandi)
Mirko Milasevic, Rauðu stjörnunni (Serbíu)
Novica Rudovic, Arrate (Spáni)
Þjálfari er Ranko Popovic.