Öruggur sigur Íslands, 33:28

Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. Árni Sæberg

Hannes Jón Jónsson fór á kostum í síðari hálfleik í liði Íslands gegn Tékkum í vináttulandsleik í handknattleik í Laugardalshöll. Ísland sigraði, 33:28, en staðan í hálfleik var 15:12 fyrir Ísland. Hannes Jón skoraði 7 mörk í síðari hálfleik og lék hann þrjár mismunandi stöður í sóknarleik íslenska liðsins. Fylgst var með gangi mála á mbl.is.

Mörk Íslands: Hannes Jón Jónsson 7, Ólafur Stefánsson 6, Guðjón Valur Sigurðsson 6, Róbert Gunnarsson 4, Jaliesky Garcia 4, Snorri Steinn Guðjónsson 3, Alexander Petersson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1.  

60. mín. 33:28. Leiknum er lokið með öruggum íslenskum sigri.  

58. mín. 33:28. Hannes Jón enn og aftur, með mark eftir gegnumbrot. Hannes hefur farið á kostum í síðari hálfleik og skorað 7 mörk úr aðeins 8 tilraunum.  

57. mín. 32:28. Alexander Petersson skorar úr hraðaupphlaupi. Tékkar svöruðu í næstu sókn.

56. mín. 31:27. Hannes Jón skorar með langskoti, sjötta mark hans í leiknum.

55. mín. 30:27. Tékkar skora úr hraðaupphlaupi. 

54. mín. 30:26. Guðjón Valur  skorar úr hraðaupphlaupi.

53.  mín. 29:24. Guðjón Valur skaut í slá úr vítakasti. Garcia þarf að fara af velli vegna skurðs á augabrún.  

50. mín. 29:24. Hannes Jón skorar úr hraðaupphlaupi eftir sendingu frá Hreiðari markverði Guðmundssyni. Hannes hefur skorað 5 mörk úr 5 skottilraunum.

49. mín. 28:24. Tékkar skora úr vítakasti. Skömmu áður skaut Ólafur Stefánsson framhjá úr vítakasti.

49.  mín. 28:23. Ásgeir Örn Hallgrímsson skorar sitt fyrsta mark í leiknum. 

46. mín. 27:22. Guðjón Valur Sigurðsson skorar eftir skemmtilega leikfléttu og hann bætti við marki skömmu síðar úr hraðaupphlaupi.

45. mín 25:22. Hannes Jón skorar sitt fjórða mark. Tékkar svara í næstu sókn.

44. mín 24:21. Alexander Petersson fær tveggja mínútna brottvísun. Tékkar skora úr vítakasti. Íslendingar eru með 4 útileikmenn.

43. mín 24:20. Hannes Jón Jónsson skorar úr vinstra horninu. Ásgeir Örn Hallgrímsson fær tveggja mínútna brottvísun og einn tékkneskur leikmaður fær einnig að hvíla sig í tvær mínútur.

42. mín 23:19. Róbert Gunnarsson skorar eftir hraðaupphlaup. Tékkar skoruðu úr vítakasti framhjá Hreiðari. 

41. mín 22:18. Ólafur Stefánsson með mark úr langskoti, Hreiðar Guðmundsson ver sitt fyrsta skot í leiknum.  

39. mín 21:17. Hannes Jón gerir nákvæmlega eins og í síðustu sókn og skorar með snúningsskoti.   

38. mín 20:17. Hannes Jón Jónsson skorar með gegnumbroti. Glæsilegt mark. 

37. mín. 19:16. Tékkar skora úr vítakasti og Sigfús Sigurðsson fær tveggja mínútna brottvísun. 

35. mín 19:15. Tékkar skora tvö mörk í röð úr hröðum sóknum.

34. mín 19:13. Tékkar taka leikhlé. Snorri Steinn bætti við 16 markinu með þrumuskoti og Ólafur Stefánsson fylgdi því eftir á ný - með skoti utan af velli. Tékkar virðast vera að brotna niður.

32. mín 17:13. Snorri Steinn Guðjónsson skorar með þrumuskoti og skömmu síðar bætti Ólafur Stefánsson marki við úr hraðaupphlaupi.

Síðari hálfleikur er byrjaður. Birkir Ívar Guðmundsson varði fyrsta skot síðari hálfleiks. Hannes Jón Jónsson leikur í hægra horninu og Guðjón Valur Sigurðsson er í skyttustöðunni.

30. mín 15:12 Fyrri hálfleik er lokið. Íslenska liðið hefur nýtt sóknir sínar vel þegar Tékkar hafa verið einum leikmanni færri. Mörk Íslands í fyrri hálfleik: Jaliesky Garcia 4, Róbert Gunnarsson 3, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Ólafur Stefánsson 3/1, Snorri Steinn Guðjónsson 1, Alexander Petersson 1. Birkir Ívar Guðmundsson hefur varið 6 skot og þar af 1 vítakast.

24. mín 12:10 Jaliesky Garcia hefur skoraði þrjú mörk í röð fyrir Ísland.

18. mín. 9:8 Íslendingar hafa ekki náð að hrista Tékka af sér. Ólafur Stefánsson hefur skorað 3 mörk fyrir Ísland, Róbert Gunnarsson er með 2 mörk líkt og Guðjón Valur Sigurðsson.  Birkir Ívar Guðmundsson markvörður hefur varið 3 skot það sem af er.

10. mín. 6:4 Íslendingar eru tveimur mörkum yfir. Tékkar komust í 2:4 í upphafi leiks en Íslendingar svöruðu með því að skora 4 mörk í röð.  

Byrjunarlið Íslands: Markvörður Birkir Ívar Guðmundsson; Guðjón Valur Sigurðsson, Jaliesky Garcia, Róbert Gunnarsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Ólafur Stefánsson og Alexander Petersson. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert