Slóvakar stríða Frökkum

Nikola Karabatic stórskytta Frakka.
Nikola Karabatic stórskytta Frakka. Reuters

Slóvakar hafa svo sannarlega náð að stríða Evrópumeisturum Frakka í viðureign liðanna í D-riðli Evrópumótsins í handknattleik í Þrándheimi. Rétt í þessu var verið að flauta til loka fyrri hálfleiks og eru Frakkar tveimur mörkum yfir, 20:18. Leikurinn hefur verið nokkuð jafn til þessa og Frakkar aðeins einu sinni náð þriggja marka forskoti. Annars hefur aðeins munað einu til tveimur mörkum.

Franska liðið hefur virkið nokkuð kærulaust í leiknum til þessa og hefur Calude Onesta, landsliðsþjálfari, verið allt annað en ánægður með sína menn. Hefur hann teflt fram 13 leikmönnum í fyrri hálfleik. Sá eini sem fengið hefur að halda stöðu sinni er Thierry Omeyer, markvörður, sem hefur ekki verið öfundsverður af stöðu sinni á bak við slaka franska vörn.

Þrátt fyrir að hafa fengið á sig 20 mörk hefur Richard Stochl, markvörður Slóvaka, varið vel, m.a. tvö vítaköst.

Góð stemmning er í Trondheim Spektrum íþróttahöllinni í Þrándheimi þar sem flautað verður til leiks Íslands og Svíþjóðar klukkan 19.15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert