Íslendingar leika sinn fjórða upphafsleik á stórmótum gegn Svíum, þegar þeir mæta þeim í kvöld á Evrópumóti landsliða í Þrándheimi í Noregi. Fyrri þrír upphafsleikirnir hafa allir tapast.
Þess má geta að Svíar hafa yfirleitt verið Íslendingum erfiðir á stórmótum og hafa Íslendingar aðeins einu sinni náð að leggja Svía að velli á stórmóti – það var í HM í Tékkóslóvakíu 1964, en þá voru Svíar lagði að velli í sögufrægum leik í Bratislava, 12:10.
Eftir það kom hin fornfræga „Svíagrýla“ til sögunnar og hrellti íslenska handknattleiksmenn ár eftir ár.
Sjá nánar umfjöllun um viðureignir Íslands og Svíþjóðar í átta síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.