„Hver og einn verður að líta í eigin barm og leikurinn er ábyggilega einn sá slakasti sem við höfum sýnt á stórmóti og langt um liðið síðan við höfum legið tíu mörkum undir í leik sem skiptir máli,“ sagði Ólafur Stefánsson, eftir tapið fyrir Svíum í gær.
Ólafur eins og aðrir náði sér ekki á strik auk þess sem tognun í aftanverðu hægra læri tók sig upp, sem hefur verið að gera Ólafi lífið leitt síðustu daga. „Það er hreinlega skandall að lenda tíu mörkum undir gegn Svíum, sem hafa í dag á að skipa liði sem eigum bara að vinna. Við eigum að vera betri á mörgum sviðum."
Sjá nánar viðtal við Ólaf og ítarlega umfjöllun um leikinn við Svíum og EM í Noregi á átta síðum í Morgunblaðinu í dag.