Skelfilegt hvernig við lékum

Sigfús Sigurðsson og Jonas Larholm í baráttu um boltann í …
Sigfús Sigurðsson og Jonas Larholm í baráttu um boltann í leiknum í gærkvöld. Reuters

„Þetta var hundfúlt og alveg skelfilegt hvernig við lékum þennan leik,“ sagði Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handknattleik, eftir tapið fyrir Svíum í upphafsleik Evrópumótsins í handknattleik í Þrándheimi í gær, 24:19.

Alfreð viðurkennir að tapið, og þá einkum leikur liðsins, séu sér mikil persónuleg vonbrigði.

„Við hreinlega gáfum leikinn, vandræðin jukust smátt og smátt þar til við duttum alveg út af okkar línu. Sóknarleikurinn var alltof hægur og því miður fórum við með alltof mikið af dauðafærum. Segja má að framan af fyrri hálfleik hafi komið upp sú staða sem við vildum. Leikurinn gekk nokkuð upp hjá okkur og mikil spenna var í sænska landsliðinu, Kim Andersson fór að skjóta mikið á markið og gekk ekkert. Þannig að segja má að varnarleikur okkar hafi tekist vel, hann var leynivopnið með fimm plús einn vörn," sagði Alfreð m.a. í ítarlegu viðtali sem sjá má í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert