EM: Stórsigur gegn Slóvakíu

Snorri Steinn Guðjónsson í leiknum gegn Slóvakíu í dag.
Snorri Steinn Guðjónsson í leiknum gegn Slóvakíu í dag. SCANPIX

Íslend­ing­ar lögðu Slóvaka, 28:22, á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í hand­knatt­leik í dag en staðan í hálfleik var 16:5 fyr­ir Ísland.  Leik­ur­inn var í beinni texta­lýs­ingu á mbl.is.

Bein texta­lýs­ing.

„Get­um ekk­ert í hand­bolta“ 

Al­freð Gísla­son þjálf­ari ís­lenska liðsins sagði í viðtali við RÚV eft­ir leik­inn að hann hefði verið ánægður með varn­ar­leik­inn og markvörsl­una í fyrri hálfleik. „Við sýnd­um það í síðari hálfleik að við get­um ekk­ert í hand­bolta ef við leik­um ekki á full­um krafti,“ sagði þjálf­ar­inn. Hann var vissu­lega ánægður með sig­ur­inn en var strax far­inn að huga að næsta verk­efni gegn Frökk­um á morg­un. 

„Við erum komn­ir í þá stöðu að geta farið með 2 stig í mill­iriðil með sigri gegn Frökk­um. Það verður gríðarlega erfitt verk­efni en ef menn leggja sig fram í vörn­inni eins og í dag þá er allt hægt.“

Skoruð mörk: Guðjón Val­ur Sig­urðsson 7, Al­ex­and­er Peters­son 5, Logi Geirs­son 4, Ró­bert Gunn­ars­son 4, Snorri Steinn Guðjóns­son 2, Ásgeir Örn Hall­gríms­son 2, Vign­ir Svavars­son 1, Ein­ar Hólm­geirs­son 1, Hann­es Jón Jóns­son 1, Jaliesky Garcia 1.

Bjarni Fritz­son kom inn í ís­lenska landsliðið gegn Slóvök­um. Hann kom í stað Ólafs Stef­áns­son­ar sem ásamt Sver­re Jak­obs­syni var ekki í 14 manna hópn­um í dag.

Ólaf­ur tognaði í aft­an­verðu hægra læri á dög­un­um og gerði togn­un­in enn frek­ar vart við sig í viður­eign­inni við Svía í fyrra­dag.  Ólaf­ur fór í mynda­töku í gær og í ljós kom að vöðvinn er ekki rif­inn eins og sum­ir höfðu ótt­ast. Nær úti­lokað er talið að Ólaf­ur taki þátt í viður­eign­inni við Frakka síðdeg­is á morg­un, síðasta leik ís­lenska landsliðsins í riðlakeppn­inni.

Alexander Petersson skorar í vináttuleik gegn Tékkum.
Al­ex­and­er Peters­son skor­ar í vináttu­leik gegn Tékk­um. Friðrik Tryggva­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert