Frakkar sterkari gegn Svíum

Kim Andersson leikmaður Svía liggur í gólfinu í leiknum gegn …
Kim Andersson leikmaður Svía liggur í gólfinu í leiknum gegn Frökkum í kvöld. SCANPIX

Frakkar áttu ekki í vandræðum með Svía í D-riðli Evrópumeistaramótsins í handknattleik í kvöld en Frakkar skoruðu 28 mörk gegn 24 mörkum Svía. Staðan í hálfleik var 18:13 fyrir Frakka sem hafa unnið báða leikina til þessa í riðlinum.

Á morgun leika Íslendingar og Frakkar, og Slóvakar mæta Svíum. Martin Boquist skoraði 4 mörk fyrir Svía líkt og Dalibor Doder skoraði einnig 4 mörk. Nikola Karabatic skoraði 5 mörk líkt og Olivier Girault og Luc Abalo.

Tomas Svensson varði 13 skot í marki Svía og Thierry Omeyer varði 14 skot í marki Frakka.

Í C-riðli léku Spánverjar og Hvít-Rússar. Spánverjar höfðu betur, 36:31, en staðan í hálfleik var 18:16 fyrir Spánverja. Barys Pukhouski skoraði 8 mörk fyrir Hvít-Rússa.  Albert Rocas Comas klikkaði ekki á skoti í leiknum og skoraði 11 mörk fyrir Spánverja. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert