„Ef við leikum eins og við gerðum í dag þá munum við ekki ná neinum stigum í milliriðlinum. Sóknarleikurinn er slakur og við verðum að finna lausnir á þessu vandamáli,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsmaður og fyrirliði íslenska landsliðsins eftir 30:21-tap liðsins gegn Evrópumeistaraliði Frakka.
Logi Geirsson tekur á sama streng: „Við erum að leika langt undir getu og sóknarleikurinn er skelfilegur. Það gekk ekkert upp í þessum leik og við vorum einfaldlega slakir,“ sagði Logi en hann hafði ekki lausnir á vandamálunum í sóknarleiknum. „Við eigum eftir að fara yfir þetta allt saman og vonandi tekst okkur að leysa þetta vandamál,“ sagði Logi.