Slóvakar hafa lokið keppni á Evrópumeistaramótinu í handknattleik eftir að þeir steinlágu, 41:25, fyrir Svíum í lokaleik sínum á Evrópumeistaramótinu. Svíar voru með átta marka forskot í hálfleik, 20:12.
Þar með er ljóst að sænska landsliðið fer áfram í milliriðil með 2 stig. Það ræðst síðan hvort íslenska landsliðið nær með sér stigi eða stigum inn í milliriðil þegar það leikur við Frakka á eftir. Frakkar eru öruggir með tvö stig og geta krækt í tvö til viðbótar sem því að leggja Ísland í dag. Tapi íslenska liðið fer það stigalaust í milliriðlakeppnina sem hefst á þriðjudag.
Spánverjar eru að taka heimsmeistara Þjóðverja í kennslustund í C-riðli í Bergen. Þeir hafa sjö marka forskot, 22:15, þegar 12 mínútur eru til leiksloka. Vinni Spánverjar leikinn og leggi Ungverjar leikmenn Hvít-Rússa á eftir fara öll liðin úr C-riðli áfram með 2 stig, það er Ungverjar, Spánverjar og Þjóðverjar. Það eru liðin sem Ísland mætir í milliriðli.