EM: Íslendingar stefna á Ólympíuleikana

Vignir Svavarsson skorar í vináttuleik gegn Tékkum.
Vignir Svavarsson skorar í vináttuleik gegn Tékkum. Árni Sæberg

Íslenska landsliðið í  handknattleik hefur sett sér það markmið að komast í forkeppni um sæti á Ólympíuleikunum sem fram fara í Peking í ágúst á þessu ári. Það er nokkuð flókið að útskýra möguleikana sem eru í stöðunni en þeir eru:

Ísland verði Evrópumeistari og fái beinan keppnisrétt á ÓL í Peking sem álfumeistari.

Að heimsmeistarar Þjóðverja verði Evrópumeistarar og að Pólverjar, Danir, Frakkar, Króatar eða Spánverjar verði í öðru sæti.

Ísland verði Evrópumeistari og fái beinan keppnisrétt á ÓL í Peking sem álfumeistari.

Að heimsmeistarar Þjóðverja verði Evrópumeistarar og að Pólverjar, Danir, Frakkar, Króatar eða Spánverjar verði í öðru sæti. Þá fer þjóðin í öðru sæti sem álfumeistari beint á ÓL þar sem Þjóðverjar eru þegar öruggir um ÓL-sæti sem heimsmeistarar. Ísland tekur þá sæti einhverra fyrrgreindra sex þjóða í forkeppni ÓL í vor.

Ef Pólverjar, Danir, Frakkar, Króatar eða Spánverjar verða Evrópumeistarar. Þá tekur Ísland sæti þeirra í forkeppni ÓL í vor. Ísland er fyrsta varaþjóð inn í forkeppnina eftir að hafa hreppt 8. sætið á HM í fyrra. Þá gáfu sæti tvö til sjö rétt til þátttöku í forkeppni ÓL.

Tvö sæti í forkeppni ÓL eru í boði fyrir þær þjóðir sem standa sig best fyrir utan Þjóðverja, Pólverja, Dani, Frakka, Króata, Spánverja og Rússa, verði engin þeirra Evrópumeistari eða komi næst á eftir Þjóðverjum verði þeir meistarar.

Ísland má ekki missa nema eitt eftirtalinna ríkja upp fyrir sig svo fremi sem þau verði ekki Evrópumeistarar; Noregur, Svíþjóð, Slóvenía, Ungverjaland og Svartfjallaland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka