Leiktímar eru ákveðnir í milliriðlum

Alfreð Gíslason hefur um nóg að hugsa þessa dagana.
Alfreð Gíslason hefur um nóg að hugsa þessa dagana. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Ísland mætir heimsmeisturum Þjóðverja í fyrstu viðureign sinni í milliriðlakeppni Evrópumeistaramótinu í handknattleik á morgun. Daginn eftir verður leikið við Ungverja og Spánverja í lokaumferðinni á fimmtudag. Leiktímar hafa nú verið ákveðnir og verður flautað til leiks Íslendinga og Þjóðverja klukkan 15.20 á morgun.

Viðureignin við Ungverja hefst kl. 19.15 og leikurinn við Spánverja hefst snemma á fimmtudag, klukkan 14.20, eftir því sem fram kemur á opinberri mótssíðu nú í morgun, en í gærkvöldi stóðu yfir viðræður á milli sjónvarpsstöðva um leiktíma. Þrátt fyrir allt getur verið að einhverjum leiktímum verði hnikað til í dag.

22.01    15:20    Þýskaland - Ísland
22.01    17:30    Spánn - Frakkland
22.01    19:30    Ungverjaland - Svíþjóð   

23.01    15:15    Spánn - Svíþjóð
23.01    17:15    Þýskaland - Frakkland
23.01    19:15    Ungverjaland - Ísland

24.01    14:20    Spánn -  Ísland
24.01    16:20    Ungverjaland -  Frakkland
24.01    18:20    Þýskaland - Svíþjóð
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert