Lykilmenn í íslenska landsliðinu í handknattleik, sem etur kappi við Þjóðverja á EM í Noregi í dag, segjast eiga mikið inni í sóknarleiknum og að allt verði lagt undir.
Um hádegisbilið stilltu landsliðmennirnir saman strengi, en eftir fundinn hitti Guðmundur Hilmarsson, íþróttafréttamaður Morgunblaðsins, nokkra þeirra að máli. Markmiðin voru alveg skýr: þeir ætla að vinna leikinn.
Leikurinn gegn Þjóðverjum fer fram klukkan 15:20 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með textalýsingu á mbl.is.