Íslendingar töpuðu með 8 marka mun, 35:27, gegn heimsmeistaraliði Þjóðverja í milliriðli Evrópumótsins. Íslendingar skoruðu ekki mark fyrr en eftir 11 mínútur og var staðan þá 6:1. Í hálfleik var staðan 17:12. Leikurinn var í beinni textalýsingu á mbl.is.
Þjóðverjar sigra með 8 marka mun. Skelfilegt upphaf á leiknum varð íslenska liðinu að falli og sterkt lið Þjóðverja átti aldrei í vandræðum.
Alfreð Gíslason þjálfari liðsins sagði eftir leikinn í viðtali við RÚV að liðið væri skyttulaust þar sem að hornamenn leystu skyttustöðurnar að mestu í þessum leik.
Íslendingar geta í mesta lagi fengið 4 stig úr þessu og vonir liðsins um að komast í undanúrslit eru úr sögunni. Næsti leikur liðsins er á morgun gegn Ungverjum og hefst hann kl. 19:15.
Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 8, Guðjón Valur Sigurðsson 6, Alexander Petersson 4, Snorri Steinn Guðjónsson 3, Vignir Svavarsson 3, Einar Hólmgeirsson 1, Hannes
Jón Jónsson 1, Logi Geirsson 1.
Mörk Þýskalands: Holger Glandorf 9, Florian Kehrmann 6, Pascal Hens 5, Sebastian
Preiß 4, Markus Baur 3, Torsten Jansen 2, Christian Zeitz 2,Dominik Klein 2,Andrej
Klimovets 2.
Íslendingar eiga eftir tvo leiki í milliriðlinum, gegn Ungverjum og Spánverjum. Tvö efstu liðin í þessum riðli komast í undanúrslit keppninnar en Frakkar standa vel að vígi með 4 stig, Ísland er án stiga, Þjóðverjar eru komnir með 4 stig en Svíar, Ungverjar og Spánverjar eru öll með 2 stig.