Íslendingar hafa orðið fyrir svo miklum vonbrigðum með árangur landsliðs síns á Evrópumeistaramótinu í handknattleik að þeir hafa í stórum stíl hætt við ferðir til Þrándheims, segir í dagblaðinu Adresseavisen í dag. Af þeim sökum er mikið til af miðum í milliriðlakeppni Evrópumótsins sem hefst í dag.
Í blaðinu er haft eftir Sven Olaf Öie, formanni skipulagsnefndar Evrópumótsins í Þrándheimi, að hætt hafi verið við tvær ferðir frá Íslandi sem fyrirhugaðar voru fyrir milliriðlakeppnina vegna þess að áhuginn meðal Íslendinga fyrir landsliði sínu hafi dottið niður. Þar af leiðandi hvetur hann almenning í Þrándheimi til þess að fjölmenna á leiki milliriðlakeppninnar. Hætt er við að færra verði á einhverjum leikjanna nú rn í riðlakeppninni þegar á milli 3.000 og 4.000 áhorfendur mættu hvern dag. Þar af voru a.m.k. 500 Íslendingar.