Íslendingar hafa orðið fyrir svo miklum vonbrigðum með árangur landsliðs síns á Evrópumeistaramótinu í handknattleik að þeir hafa í stórum stíl hætt við ferðir til Þrándheims, segir í dagblaðinu Adresseavisen.. Af þeim sökum er mikið til af miðum í milliriðlakeppni Evrópumótsins sem hefst í dag.
Í blaðinu er haft eftir Sven Olaf Öie, formanni skipulagsnefndar, að hætt hafi verið við tvær ferðir frá Íslandi, sem fyrirhugaðar voru fyrir milliriðlakeppnina, vegna þess að áhugi meðal Íslendinga fyrir landsliði sínu hafi hrunið.
Aðeins um 20 Íslendingar komu með hópferð á mánudagskvöldið þegar gestir riðlakeppninnar héldu heim á nýjan leik.