Ísland getur náð sjöunda sætinu

Ólafur Stefánsson og félagar mæta Spánverjum á morgun.
Ólafur Stefánsson og félagar mæta Spánverjum á morgun. Árvakur/Golli

Eft­ir stór­sig­ur­inn á Ung­verj­um í Þránd­heimi í dag á ís­lenska landsliðið í hand­knatt­leik mögu­leika á því að leika um sjö­unda sætið á Evr­ópu­mót­inu.

Ísland mæt­ir Spáni í lokaum­ferð mill­iriðils­ins á morg­un en liðin eru jöfn í tveim­ur neðstu sæt­un­um með 2 stig hvort. Ung­verj­ar eru með 3 stig og misstu með tap­inu í kvöld af mögu­leik­an­um á því að kom­ast í undanúr­slit móts­ins.

Á morg­un mæt­ast Ung­verja­land og Frakk­land, sem og Þýska­land og Svíþjóð. Ef Íslend­ing­ar ná jafn­tefli við Spán­verja, ná þeir fjórða sæt­inu í riðlin­um, svo framar­lega sem Ung­verj­ar tapa fyr­ir Frökk­um. Verði Ísland, Spánn og Ung­verja­land öll jöfn með 3 stig verður Ísland með besta út­komu í inn­byrðis viður­eign­um þjóðanna.

Ef Ísland vinn­ur Spán og end­ar með 4 stig, þurfa Ung­verj­ar að vinna Frakka til að koma í veg fyr­ir að Ísland nái fjórða sæti mill­iriðils­ins og leiki þar með um 7. sætið á mót­inu.

Sú staða gæti komið upp að Þýska­land, Ung­verja­land og Ísland yrðu öll jöfn í þriðja til fimmta sæti með 4 stig hvert. Þá myndu Þjóðverj­ar enda í þriðja sæti á inn­byrðis viður­eign­um og leika um 5. sætið en Íslend­ing­ar um 7. sætið.

Ekki er spilað um sæti níu til tólf þannig að ef Ísland tap­ar leikn­um gegn Spáni á morg­un er ljóst að þátt­töku ís­lenska liðsins er lokið. Að öðrum kosti spil­ar það um 7. sætið í Lillehammer á sunnu­dag­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert