Norðmenn virðast eitthvað vera að gefa eftir á EM í handbolta. Liði þeirra gerði jafntefli í gær við Pólverja og í kvöld tapaði liðið fyrir Slóvenum. Lokatölur 33:29.
Fyrri hálfleikur var í járnum hjá þjóðunum sem skiptust á um að hafa forystu og staðan í leikhléi var 14:13 fyrir Slóvena. Eftir hlé kom kafli þar sem þeir gerðu tvö mörk fyrir hvert eitt hjá heimamönnum og þegar sjö mínútur voru eftir var staðan 31:24. Þá gerðu Norðmenn fjögur mörk í röð , 31:28, en lengra komust þeir ekki.
Þessi úrslit setja strik í reikninginn í milliriðli I. Fyrir síðustu umferðina eru Danir og Króatar með 6 stig hvor þjóð, Norðmenn eru með fimm, Slóvenar 4, Pólverjar 3 og Svartfellingar eru án stiga. Slóvenar mæta Dönum á morgunn og þá leika einnig Króatar og Norðmenn auk Pólverja og Svartfellinga.
Jure Natek gerði 9 mörk fyrir Slóvena en hjá Norðmönnum voru Frank Löke og Kristian Kjelling með sjö mörk hvor.