EM: Sjö marka tap gegn Spánverjum

Guðjón Valur í baráttunni gegn Spánverjum í Þrándheimi í dag.
Guðjón Valur í baráttunni gegn Spánverjum í Þrándheimi í dag. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ísland tapaði með sjö marka mun gegn Spán­verj­um á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í hand­knatt­leik, 33:26, en staðan í hálfleik var 18:15. Guðjón Val­ur Sig­urðsson skoraði 7 mörk fyr­ir Ísland líkt og  Snorri Steinn Guðjóns­son. Leik­ur­inn var í beinni texta­lýs­ingu á mbl.is.

Liðin voru bæði með 2 stig fyr­ir lokaum­ferðina. Ein­ar Hólm­geirs­son var kallaður inn í liðið  fyr­ir Sig­fús Sig­urðsson sem er meidd­ur.

Birk­ir Ívar Guðmunds­son varði 4 skot og Hreiðar Guðmunds­son varði 8 skot og þar af 1 ví­tak­ast.

Skoruð mörk: Guðjón Val­ur Sig­urðsson 7, Snorri Steinn Guðjóns­son 7, Logi Geirs­son 3, Vign­ir Svavars­son 2, Ró­bert Gunn­ars­son 2, Ein­ar Hólm­geirs­son 2, Ólaf­ur Stef­áns­son 2, Al­ex­and­er Peters­son 1.


Bein texta­lýs­ing.

Ísland gæti  hreppt sæti í for­keppni Ólymp­íu­leik­anna, þrátt fyr­ir að leik­ur­inn gegn Spán­verj­um í Þránd­heimi hafi farið á versta veg.

Ef niðurstaðan úr mill­iriðlun­um verður sú að Dan­ir og Króat­ar fari áfram úr 1. riðli og Frakk­ar og Þjóðverj­ar úr 2. riðli, væri sæti Íslend­inga í for­keppn­inni tryggt. 

Ísland var einu sæti frá því að kom­ast í for­keppn­ina með ár­angri sín­um í úr­slita­keppni HM í Þýskalandi fyr­ir ári síðan. Þá endaði Ísland í 8. sæti en liðin í 2.-7. sæti tryggðu sér þátt­töku­rétt í for­keppn­inni. Það voru Pól­land, Dan­mörk, Frakk­land, Króatía, Rúss­land og Spánn.

Verði undanúr­slitaliðin öll úr þeim hópi er ljóst að eitt þeirra verður Evr­ópu­meist­ari og þá mun 8. sætið á HM í fyrra gull­tryggja Íslandi þátt­töku­rétt í for­keppn­inni í vor.

Þjóðverj­ar eru þegar komn­ir á Ólymp­íu­leik­ana sem heims­meist­ar­ar. Þangað kom­ast líka Evr­ópu­meist­ar­arn­ir sem krýnd­ir verða í Lillehammer á sunnu­dag­inn, eða liðið sem end­ar í öðru sæti ef Þýska­land verður líka Evr­ópu­meist­ari.

Næstu sex Evr­ópulið (2-7 eða 8 á HM) fara í for­keppn­ina, ásamt tveim­ur efstu af þeim sem ekki eru kom­in áfram, og fjór­um liðum frá öðrum heims­álf­um.

Til að þetta gangi eft­ir þurfa Þjóðverj­ar að sigra Svía, Króat­ar mega ekki tapa fyr­ir Norðmönn­um og Dan­ir mega ekki tapa fyr­ir Slóven­um. Ef Sví­ar, Norðmenn eða Slóven­ar kom­ast í undanúr­slit þarf ís­lenska liðið að bíða niður­stöðunn­ar þar.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka