Norðmenn í sárum

Frank Löke studdur af velli í leiknum gegn Slóvenum í …
Frank Löke studdur af velli í leiknum gegn Slóvenum í gær en Löke leikur ekki meira með í keppninni. Reuters

Norðmenn eru í sárum eftir fyrsta tap liðsins á Evrópumótinu í handbolta í gær en Norðmenn biðu lægri hlut fyrir Slóvenum í Stavangri. Og til að bæta gráu ofan á svart meiddist einn besti leikmaður liðsins, Frank Löke, illa á hné og leikur ekki meira með.

Norðmenn mæta Króötum í lokaumferð í milliriðlinum í dag og er það hreinn úrslitaleikur þjóðanna um að komast í undanúrslitin. Króatar og Danir hafa 6 stig, Norðmenn 5, Slóvenar 4, Pólverjar 3 og Svartfellingar reka lestina með ekkert stig. Danir leika við Slóvena og dugar jafntefli til tryggja sér farseðilinn í undanúrslitin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert