Króatar sigruðu Frakka, 24:23, í hörkuspennandi undanúrslitaleik á Evrópumótinu í handknattleik í Lillehammer í Noregi í dag.
Króatar mæta því annaðhvort Dönum eða Þjóðverjum í úrslitaleik keppninnar á morgun.
Króatar voru yfir nær allan leikinn og staðan var 11:9 í hálfleik, þeim í hag. Seinni hálfleikur var æsispennandi og þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir náðu Frakkar forystunni, 23:22. Ivano Balic jafnaði, 23:23, og Blazenko Lackovic skoraði sigurmarkið þegar 50 sekúndur voru til leiksloka.
Petar Metlicic skoraði 6 mörk fyrir Króata og Ivano Balic 5 en Daniel Narcisse og Luc Abalo gerðu 7 mörk hvor fyrir Frakka.