Ísland mætir Makedóníu

Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og félagar mæta Makedóníu.
Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og félagar mæta Makedóníu. Árvakur/Golli

Íslenska landsliðið í handknattleik karla mætir Makedóníu í umspilsleikjum í júní um keppnisrétt á heimsmeistaramótinu í sem fram fer í Króatíu 17. janúar til 1. febrúar á næsta ári en rétt í þessu var dregið í Lillehammer í Noregi. Fyrri leikurinn fer væntanlega fram í Skopje 7. eða 8. júní en sá síðari á Íslandi 14. eða 15. júní.

Ísland var síðasta þjóðin sem dregin var upp úr skálunum tveimur þar sem nöfn þjóðanna átján voru.

Aðrir viðureignir í umspilinu eru þessar:

Slóvenía - Slóvakía

Spánn - Grikkland

Noregur - Rúmenía

Hvíta-Rússland -  Rússland

Svartfjallaland - Rúmenía

Tékkland - Serbía

Pólland - Sviss

Ungverjaland - Bosnía Hersegóvína

Þjóðirnar sem taldar eru upp á undan eiga heimaleik í fyrri umferð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert