Dönsku Evrópumeisturunum í handbolta var fagnað vel þegar þeir komu til Kaupmannahafnar nú síðdegis. Talið er að 25 þúsund mann hafi verið á Ráðhústorginu þegar dönsku hetjurnar komu út á svalir Ráðhússins og sýndu verðlaunagripinn.
Friðrik krónprins kíkti við í Ráðhúsinu til að heilsa upp á handboltamennina en Ritt Bjerregaard, yfirborgarstjóra, bauð prinsinum þangað.
Um 5000 manns voru einnig samankomnir á Kastrupflugvelli þegar flugvél Evrópumeistaranna kom þangað eftir að hafa fengið fylgd danska orrustuflugvéla síðasta spölinn.
Þótt Danir fögnuðu vel í dag var fögnuðurinn þó enn meiri þegar Danir urðu Evrópumeistarar í knattspyrnu árið 1992. Þá er talið að 100 þúsund manns hafi komið saman á Ráðhústorginu til að taka á móti leikmönnunum.