Valur lagði Hauka að Hlíðarenda

Valsmenn áfram höfðu betur gegn Haukum að Hlíðarenda í kvöld.
Valsmenn áfram höfðu betur gegn Haukum að Hlíðarenda í kvöld. Kristinn Ingvarsson

Íslandsmeistarar Vals báru í kvöld sigurorð af Haukum, 32:27, í N1 deild karla í handknattleik sem hófst að nýju eftir hlé. Valsmenn náðu undirtökunum í fyrri hálfleik og héldu þeim allan tímann.

Baldvin Þorsteinsson skoraði 7 mörk fyrir Valsmenn og Sigurður Eggertsson 6 en besti maður liðsins var markvörður Ólafur H. Gíslason sem varð um 30 skot í leiknum.

Sigurbergur Sveinsson var atkvæðamestur hjá Haukum með 8 mörk, þar af fjögur úr vítakasti, og þeir Gunnar Berg Viktorsson og Andri Stefan gerðu 5 mörk hvor.

Haukar hafa 23 stig í efsta sæti deildarinnar en Valur, Fram og Stjarnann hafa öll 19 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert